Hafnalög
Þriðjudaginn 09. maí 1989

     Frsm. samgn. (Karvel Pálmason):
    Herra forseti. Aðeins örfá orð til viðbótar sem ég gleymdi að geta um áðan. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að skoða fleiri slík mál sem eru í höndum Seðlabanka og er ástæða til þess að það yrði gert í fleiri tilvikum. Það virðist enginn vafi vera á því að menn treysta hæstv. ríkisstjórn að öllu leyti og það er sama hvert er litið í flokkslegu tilliti séð að því er varðar þessa nefnd. En auðvitað er treyst á að þetta mál verði skoðað sérstaklega og að menn reyni að finna farsæla lausn því til lendingar í anda þess sem hér er verið að tala um.