Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Þetta mál hefur verið til meðferðar hjá hv. Ed. í vetur og fengið þar ítarlega meðferð, en eigi að síður taldi allshn. Nd. rétt að hafa nokkuð ítarlega umfjöllun um þetta frv. og hún kallaði til viðræðu eftirtalda: Þorstein Geirsson ráðuneytisstjóra, Markús Sigurbjörnsson prófessor, Skúla Guðmundsson lögfræðing, Þorleif Pálsson, deildarstjóra í dómsmrn., Gest Jónsson og Jóhann H. Níelsson, lögfræðinga frá Lögmannafélagi Íslands, Friðgeir Björnsson og Valtý Sigurðsson frá Dómarafélagi Íslands, Rúnar Guðjónsson og Ásgeir Pétursson, sýslumenn frá Sýslumannafélagi Íslands.
    Einnig barst nefndinni úttekt Fjárlaga- og hagsýslustofnunar á kostnaði sem hlýst af framkvæmd laganna en sá kostnaður var samkvæmt þeirri úttekt um 55 millj. kr. á ári.
    Nefndin náði samkomulagi um að mæla með því að frv. verði samþykkt óbreytt að öðru leyti en því að Valdimar Indriðason var fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins.
    Undir nál. skrifa Jón Kristjánsson, Kristín Halldórsdóttir, Geir Gunnarsson, Kristinn Pétursson, Guðni Ágústsson og Sighvatur Björgvinsson en þeir nefndarmenn mæla með samþykkt frv. óbreytts eins og það var afgreitt frá Ed.