Verkfræðingar
Þriðjudaginn 09. maí 1989

     Frsm. iðnn. (Hjörleifur Guttormsson):
    Virðulegur forseti. Á þskj. 1086 er nál. iðnn. um frv. til laga um breytingar á lögum nr. 62 5. sept. 1986, um rétt manna til að kalla sig verkfræðinga, húsameistara, húsgagna- og innanhússhönnuði, tæknifræðinga eða byggingafræðinga.
    Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt. Frv. felur í sér að orðið ,,landslagshönnuður`` verði lögverndað starfsheiti.
    Kjartan Jóhannsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nál. var undirritað af öðrum nefndarmönnum iðnn.