Tekjustofnar sveitarfélaga
Þriðjudaginn 09. maí 1989

     Hjörleifur Guttormsson:
    Herra forseti. Mér finnst út af fyrir sig álitamál hvort eigi að undanþiggja rekstur af þessu tagi aðstöðugjaldi. Ég hef talið að álagning ójafns aðstöðugjalds á atvinnurekstur eins og tíðkast hefur sé óheppilegt form. Ég tel að það þurfi að athuga þessi mál í heild sinni, en sé ekki að skynsamlegt sé að afnema þetta hér og nú. Ég segi því nei.