Húsnæðisstofnun ríkisins
Þriðjudaginn 09. maí 1989

     Hjörleifur Guttormsson:
    Herra forseti. Þar eð fyrir liggur samkomulag stjórnarflokkanna um að útgáfa húsbréfa verði háð takmörkunum með þeim hætti að ríkisstjórnin öll ákveði heildarmagn útgefinna húsbréfa í hverjum flokki er tillaga þessi ekki nauðsynleg. Hins vegar er eðlilegt að efni hennar komi til athugunar á næstunni með öðrum þáttum er varða undirbúning og framkvæmd væntanlegra laga. Með vísan til þessa munum við þingmenn Alþb. ekki styðja að framgangi þessarar tillögu og ég segi því nei.