Húsnæðisstofnun ríkisins
Fimmtudaginn 11. maí 1989

     Alexander Stefánsson:
    Virðulegi forseti. Ég vísa til álits flestallra launþegasamtaka í landinu, stjórnarmanna í Húsnæðisstofnun ríkisins og fjölmargra annarra sem mæla gegn þessu frv. og sýna fram á neikvæð áhrif þess. Ég óttast afleiðingar þess að þurrka út félagslegt gildi húsnæðismála með slíkum aðgerðum og afhenda það fjármagnsmarkaðnum og lögmálum hans, gengi og markaðsvöxtum. Samþykkt þessa frv. er bein aðför gegn núverandi húsnæðiskerfi og mun valda þenslu og verðbólgu og jafnframt auka ójöfnuð í landinu. Ég er því andvígur frv. og segi já.