Staðgreiðsla opinberra gjalda
Fimmtudaginn 11. maí 1989

     Sólveig Pétursdóttir:
    Hæstv. forseti. Það er mikill misskilningur að núgildandi lög leiði til þess að verið sé að ganga að þrotamanninum sjálfum heldur er ríkið hér að seilast í vasa annarra kröfuhafa, þeirra sem eiga kröfu í búið. Það hefur verið sýnt fram á það í umræðunni að hér er um mjög mikilvægt mál að ræða. Hér er um að ræða réttarstöðu einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu í þessu landi. Með því að vísa þessu máli til ríkisstjórnarinnar er einungis verið að drepa þessu máli á dreif. Það þarf ekki frekari skoðunar við, hefur þegar verið rækilega kannað. Því segi ég nei.