Þinglýsingalög
Þriðjudaginn 16. maí 1989

     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um breytingar á þinglýsingalögum. Nefndin hefur rætt frv. og kallaði til viðræðu Markús Sigurbjörnsson prófessor. Þetta er fylgifrv. með frv. til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði og nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.
    Valdimar Indriðason var fjarstaddur afgreiðslu málsins en undir nál. rita Jón Kristjánsson, Kristín Halldórsdóttir, Geir Gunnarsson, Guðni Ágústsson, Kristinn Pétursson og Sighvatur Björgvinsson.