Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Frsm. félmn. (Margrét Frímannsdóttir):
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1192 um frv. til l. um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga frá félmn.
    ,,Nefndin hefur komið saman á ný til að fjalla um frv. eftir breytingar sem gerðar voru á því í meðferð neðri deildar. Nefndin telur breytingarnar ásættanlegar og mælir því með að frv. verði samþykkt eins og það liggur fyrir á þskj. 1173.
    Guðmundur H. Garðarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Guðrún Agnarsdóttir sat fund nefndarinnar og er samþykk þessu áliti.``
    Undir rita allir aðrir nefndarmenn félmn. Ed.
    Við þetta er aðeins því að bæta að við fórum yfir þær brtt. sem Nd. hafði gert á frv. um verkaskiptingu og vorum sammála um að betur sjá augu en auga þó að í sumum tilfellum væri þar aðeins um orðalagsbreytingar að ræða, en eins og fram kemur í nál. teljum við þær allar ásættanlegar og mælum því, eins og við höfum áður gert, með því að frv. til l. um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga verði að lögum.