Tilhögun þingfunda
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Áður en gengið er til dagskrár er rétt að taka fram að ætlun mín er sú að eftir að atkvæðagreiðslum er lokið, svo og 3. umr. og atkvæðagreiðslum um dagskrármál nr. 6, 7 og 8 sem eru til 3. umr. verði settur nýr fundur og komi þá til 3. umr. fjögur fyrstu dagskrármálin. Síðar á þessum fundi kann svo að verða boðað til hins þriðja fundar og bið ég hv. deildarmenn að vera við því búna að það verði verulegar atkvæðagreiðslur í dag.