Réttur til fiskveiða í landhelgi Íslands
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Frsm. minni hl. sjútvn. (Guðni Ágústsson):
    Hæstv. forseti. Ég sé mig knúinn til að gera athugasemd við ummæli hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar. Þar sem hann lagði út af því að ég hefði átt við það að menn ættu að vísa þessu máli annað því þar ætti það meira brautargengi, þá fer hann rangt með. Það gat verið eðlilegt á því stigi að málinu væri vísað til sjútvn.
    Nú vill svo til að fjárlagafrv. fer í Sþ. Það kann að vera, og það var það sem ég átti við, að fleiri frv. geti farið í Sþ. en fjárlög. Síðan mun vera hefð fyrir einu, og ég vek athygli á því, að nefndir þingsins, og það þekkja hinir eldri þingmenn, hafa endrum og eins í viðkvæmum málum vísað þeim til umsagnar annarrar þingnefndar. Það var kannski það sem ég átti við. Ég hygg að fyrir því sé full hefð að vísa máli til annarrar þingnefndar sem fer þá sérstaklega með mál eins og í þessu tilfelli í utanrmn. sem fjallar um öll þau mál sem varða samninga og samskipti við erlend ríki.