Þingfararkaup alþingismanna
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Sighvatur Björgvinsson:
    Herra forseti. Ef gera ætti þá kröfu að allt væri nákvæmlega rétt sem fullyrt væri í þingskjölum sem tekin væru gild til afgreiðslu hér á hinu háa Alþingi er ég ansi hræddur um að mörg þingskjölin, nefndarálit og fleira, væru hér á sífelldu róli inn og út því að lengi gætum við gert athugasemd við að það væri ekki alveg rétt sem í þeim stæði. Hér er ekki um það að ræða að verið sé að leggja til að Alþingi samþykki einhver rangindi heldur er þetta mjög eðlileg afgreiðsla máls og ég segi að sjálfsögðu já við að málinu sé vísað til 2. umr.