Ástand og horfur í landbúnaði
Fimmtudaginn 18. maí 1989

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir):
    Áður en gengið verður til dagskrár hefst utandagskrárumræða að beiðni hv. 4. þm. Austurl., Egils Jónssonar. Hann beinir orðum sínum til hæstv. landbrh. um ástand og horfur í landbúnaði með tilliti til harðinda í veðurfari. Þessi utandagskrárumræða fer fram eftir fyrri mgr. 32. gr. þingskapa, þ.e. hún stendur yfir í hálftíma. Málshefjandi talar í þrjár mínútur og má tala tvisvar og aðrir þingmenn og ráðherrar í tvær mínútur og mega einnig tala tvisvar.