Kosningar, nefndarstörf o.fl.
Fimmtudaginn 18. maí 1989

     Páll Pétursson:
    Frú forseti. Ég ætla ekki að ræða starfshætti allshn. en er kominn hér til að staðfesta orð formanns Borgfl. um aðdraganda þess samstarf sem varð í kosningum sem fram fóru hér fyrr á fundinum.
    Það sem mér þykir mestum tíðindu sæta í þessum kosningum er ekki það að Borgfl. skuli bjóða fram með stjórnarflokkunum heldur það að Kvennalistinn skuli hafa tryggt Sjálfstfl. þrjá fulltrúa í stjórn Áburðarverksmiðjunnar.
    Hvað varðar rætnar aðdróttanir tveggja hv. þm., Hreggviðs Jónssonar og Inga Björns Albertssonar, tel ég sennilegt að það varði þingvítum skv. 68. gr. þingskapalaga. ( EgJ: Það er bara svona.)