Rannsóknir í þágu atvinnuveganna
Föstudaginn 19. maí 1989

     Frsm. sjútvn. (Stefán Guðmundsson):
    Herra forseti. Ég tala fyrir nál. á þskj. 1242 um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 62 21. maí 1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Í nál. segir:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frumvarp þetta sem felur í sér að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins verði heimilt að eiga aðild að rannsóknar- og þróunarfyrirtækjum sem vinna að því að hagnýta niðurstöður rannsókna stofnunarinnar í þágu atvinnuveganna.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.``
    Undir nál. skrifa Stefán Guðmundsson, Guðrún Agnarsdóttir, Guðmundur H. Garðarsson, Karvel Pálmason, Skúli Alexandersson, Halldór Blöndal og Jóhann Einvarðsson.