Launavísitala
Föstudaginn 19. maí 1989

     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Fjh.- og viðskn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frumvarp til laga um launavísitölu.
    Eftirtaldir aðilar komu til viðtals við nefndina: Ásmundur Stefánsson, Ari Skúlason og Lára V. Júlíusdóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Þórarinn V. Þórarinsson og Hannes Sigurðsson frá Vinnuveitendasambandinu, Hallgrímur Snorrason og Gunnar Hall frá Hagstofu Íslands og Lárus Ögmundsson frá fjmrn.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.
    Júlíus Sólnes var fjarverandi lokaafgreiðslu málsins. Undir þetta nál. rita auk þess er þetta mælir Valgerður Sverrisdóttir, Jóhann Einvarðsson og Margrét Frímannsdóttir.
    Það kom fram í umfjöllun nefndarinnar að menn greinir nokkuð á um ágæti þessarar launavísitölu, en engu að síður er það skoðun meiri hl. nefndarinnar að samþykkja beri frumvarpið óbreytt.