Meðferð máls í þingnefnd
Föstudaginn 19. maí 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Það kann að vera ýmislegt í þingsköpum sem væri ástæða til þess að endurskoða og það skal sagt af þessu tilefni, enda hefur það komið fram í máli mínu áður. En vegna síðustu ræðu vil ég taka fram að öll þau mál sem þm. hafa flutt í þessari deild hafa verið á dagskrá tekin í þessari deild. Ég tel að fyrir þeim öllum hafi verið mælt, hugsanlega með einni undantekningu sem ég get ekki fullyrt um vegna fjarvista um hríð. Þetta vil ég að komi fram. Forseti hefur kappkostað að það mætti takast að mæla fyrir málum og vísa þeim til nefnda eftir því sem mögulegt væri. ( MB: Það hefur engin gagnrýni komið fram á forseta.)