Félagsmálaskóli alþýðu
Föstudaginn 19. maí 1989

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir):
    Herra forseti. Ég stend einungis upp vegna þeirrar brtt. sem fram er borin af hv. síðasta ræðumanni. Í því sambandi vek ég athygli á því að í þeirri brtt. er lagt til að það hlutverk sem félmrn. er ætlað í þessu frv. heyri undir menntmrn. Ég tel nauðsynlegt að það komi fram í því sambandi að það er eindreginn vilji verkalýðshreyfingarinnar að þetta falli undir félmrn. en ekki menntmrn. eins og lagt er til í þeirri breytingu og það hefur verið margyfirlýst og ítrekað af verkalýðshreyfingunni. Hún telur, sem auðvitað er rétt, að hér sé um vinnumarkaðsmálefni að ræða og í löndunum í kringum okkur þar sem slík starfsemi fer fram, t.d. starfsmenntun í atvinnulífinu, heyrir hún undir vinnumarkaðsráðuneyti. Ég vil líka benda á í því sambandi að Alþýðusambandið hefur líka ályktað að því er varðar starfsmenntun í atvinnulífinu, en í félmrn. er núna í undirbúningi frv. í því sambandi um starfsmenntun í atvinnulífinu. Þar hefur einmitt verkalýðshreyfingin eða ASÍ árérttað og lagt áherslu á að sá málaflokkur heyri undir félmrn.
    Ég taldi nauðsynlegt að það kæmi fram við þessa umræðu vegna þeirrar brtt. sem lögð er til af hv. þm. Kristínu Einarsdóttur.