Tekjustofnar sveitarfélaga
Föstudaginn 19. maí 1989

     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Við 2. umr. í hv. deild var tillaga sama efnis til umræðu og afgreiðslu. Þá gerði hæstv. utanrrh. svo grein fyrir atkvæði sínu, með leyfi forseta:
    ,,Það er sjálfsögð regla að fyrirtæki lúti sömu reglum að því er varðar álagningu aðstöðugjalda. Þessu mun hafa verið breytt í Ed. frá upphaflegri mynd. Það er ekki í rétta átt. Ég segi því já.``
    Ég geri þessi orð utanrrh. að mínum og segi já.