Framhaldsskólar
Föstudaginn 19. maí 1989

     Frsm. meiri hl. menntmn. (Ragnar Arnalds):
    Herra forseti. Menntmn. hefur fjallað um frv. til l. um breytingu á lögum um framhaldsskóla, en frv. þetta er komið frá Ed. og hefur hlotið þar afgreiðslu. Bæði í efrideildar- og neðrideildarnefndinni komu allmargir til viðtals við nefndarmenn þótt vissulega verði að viðurkenna að frv. var svo seint á ferðinni hér í deildinni að ekki gafst nema ein morgunstund til að ræða þetta mál sem vissulega hefði verið ástæða til að kanna enn betur. Á fund nefndarinnar komu Ingvar Ásmundsson, formaður Félags skólameistara, Jón Böðvarsson, fyrrum skólameistari, Stefán Ólafur Jónsson, deildarstjóri í menntmrn., Andrés Magnússon, námsráðgjafi við Fjölbrautaskólann í Ármúla, og Magnús Guðjónsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga.
    Meiri hl. nefndarinnar mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt, en minni hl. nefndarinnar skilar séráliti.