Skýrsla um Sigló hf.
Föstudaginn 19. maí 1989

     Þorv. Garðar Kristjánsson:
    Hæstv. forseti. Ég misskildi það eins og fram hefur komið að bréfið sem hæstv. forseti ritaði væri til ríkisendurskoðanda heldur var það til hæstv. fjmrh. Það var sjálfsagt að skrifa hæstv. fjmrh. En það hefði jafnframt, fyrst forseta var kunnugt um þetta, verið rétt að skrifa Ríkisendurskoðun og taka honum vara fyrir þessu. Ég vildi aðeins taka þetta fram vegna þess að það var misskilningur hjá mér að bréfið hefði verið til ríkisendurskoðanda.