Skýrsla um Sigló hf.
Föstudaginn 19. maí 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Svo virðist sem flestir séu sammála um það sem hér um ræðir. Ég vil aðeins bæta því við að ég taldi að með því að erindið kæmi ekki frá forsetum þingsins heldur beint frá ráðherra sjálfum væri eiginlega það svar gefið, þar sem Ríkisendurskoðun var kunnugt um að ráðherra hafði skrifað forsetum þingsins, og ég taldi að með því að framsenda ekki erindið hefði ég þar með gefið í skyn að ég teldi þetta erindi ekki vera þess efnis að mér bæri að senda það áfram.