Skýrsla um Sigló hf.
Föstudaginn 19. maí 1989

     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Ég get í sjálfu sér tekið undir það efni sem forseti gerði grein fyrir að hefði verið afstaða forseta. Hins vegar sýnist mér ósannað að þau efnisatriði sem hæstv. fjmrh. spurði um hafi ekki verið eðlilegur hluti af svari Ríkisendurskoðunar og að þau hefðu komið þar fram hvort heldur sem fjmrh. hefði um þau spurt eða ekki. Ég hygg að menn séu of hörundssárir fyrir því að Ríkisendurskoðun ber í þessu tilfelli aðeins sannleikanum vitni. Og ég kann því heldur illa þegar hv. 1. þm. Reykv. talar um þingmannsígildi og forseti tekur því með þögninni að slíkar athugasemdir komi úr þessum ræðustól.
    Ég minnist þess að á sínum tíma sat sem utanrrh., hæstv. ráðherra þá, Geir Hallgrímsson og ég minnist þess ekki að menn væru hér að bera honum það á brýn að hann væri þingmannsígildi. Það efaði enginn hans ráðherradóm eða hans seturétt hér á þann veg sem lög leyfa.
    Ég fæ því ekki annað séð, hvort sem bréf hefur borist forseta í þessum efnum og hvort sem það hefur verið sent áram, og það sé hárrétt hjá forseta að svara á þann veg hæstv. fjmrh., en að þau efnislegu atriði sem fram komu hjá Ríkisendurskoðun væru eðlilegur hluti af þeirra svari.