Manneldis-og neyslustefna
Föstudaginn 19. maí 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti mun að þessum orðum töluðum biðja hv. þm. um fjögurra mínútna hlé til að úr þessu verði skorið. --- [Fundarhlé.]
    Ekki þurfti fjögurra mínútna hlé til að skera úr þessu vandamáli. Hér mun hafa verið fullkomlega réttmætt að telja þetta mál samþykkt.
    Í 45. gr. laga um þingsköp segir svo: ,,Þingmaður sem er á fundi en greiðir ekki atkvæði við nafnakall án lögmætra ástæðna telst taka þátt í atkvæðagreiðslunni.``
    Hér tóku þátt í atkvæðagreiðslu 32 þingmenn, sem er nægilegur fjöldi, og þar með er ljóst að till. er samþykkt með 20 atkvæðum, 12 greiddu ekki atkvæði og 31 voru fjarstaddir.
    Vegna orða hv. 4. þm. Vestf. um eina atkvæðið er það hárrétt að það mundi nægja til samþykktar máli. Ég vænti þess að hv. þm. séu sammála þessum úrskurði lærðustu lögfræðinga stofnunarinnar.