Framvinda þingfundar
Föstudaginn 19. maí 1989

     Stefán Guðmundsson:
    Virðulegi forseti. Ég hélt að það hefði verið samkomulag um að menn reyndu að haga orðum sínum þannig að það væri hægt að komast frá því að afgreiða þetta mál, skýrslu Byggðastofnunar. Ég ætlaði mér því ekki að taka til máls. En eftir að hafa hlýtt á flokksbræður mína, hæstv. forsrh. og hv. þm. Alexander Stefánsson, sé ég ástæðu til að setja mig á mælendaskrá og ég óska eftir að fá upplýsingar um það hjá hæstv. forseta hvenær skýrsla Byggðastofnunar verður þá á dagskrá.