Framvinda þingfundar
Föstudaginn 19. maí 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti verður að taka fram að hér var um að ræða gróflega misnotkun á leyfi til umræðu um þingsköp hjá hv. 2. þm. Norðurl. e. Og vegna þess að beðið var um að sjútvrh. yrði sóttur man ég engin dæmi til þess að ráðherrar væru sóttir til að hlýða á umræður um þingsköp.
    Hér verður umræðum frestað um sinn og leitað afbrigða um að hér megi koma á dagskrá ályktun um vegáætlun.