Skipan gjaldeyris- og viðskiptamála
Laugardaginn 20. maí 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Á þskj. 1319 liggur fyrir nál. fjh.- og viðskn. þessarar hv. deildar varðandi frv. til l. um breytingu á lögum nr. 63 31. maí 1979, um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála. Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt frv. ásamt brtt. sem hæstv. viðskrh. hefur flutt í þessari deild. Undir þetta nál. rita allir nefndarmenn, en Halldór Blöndal var fjarverandi afgreiðslu málsins.