Málefni aldraðra
Laugardaginn 20. maí 1989

     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Það er athyglisvert í atkvæðagreiðslum um þetta mál að hér er verið að samþykkja nefskatt annars vegar og grafa þar með undan staðgreiðslu skatta og auka skattheimtuna í landinu um 200 millj. kr. á ári, en hér er líka verið að taka upp það sem Alþb. hefur eitt sinn kallað sjúklingaskatt og hann er í þessari grein. Það er verið að tala um að vistmenn á tilteknum stofnunum greiði dvalarkostnað sinn að hluta eða öllu leyti hafi þeir tekjur umfram heilar 11 þús. kr. á mánuði. Við sjálfstæðismenn viljum milda þetta þannig að menn þurfi aldrei að borga allan sinn kostnað heldur einungis að hluta til, en það er athyglisvert að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi ásamt Borgfl. styður hvort tveggja, nýja nefskattinn og hinn nýja skatt sem Alþb. eitt sinn kallaði sjúklingaskatt. Ég segi já við þessari tillögu.