Stjórnarráð Íslands
Laugardaginn 20. maí 1989

     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Herra forseti. Það er örstutt. Ég skal að sjálfsögðu standa við það samkomulag sem var gert um að ræða ekki umhverfismálin hér efnislega. Ég verð hins vegar að leiðrétta það sem kom fram hjá hv. 1. þm. Reykn. Að sjálfsögðu er ekki ætlunin að setja í fjárlögin umhverfisráðuneyti. En það eru fjölmargar leiðir, eins og hæstv. fyrrv. fjmrh. þekkir, til að gera ráð fyrir því verkefni. Forsrn. hefur haft með þetta verkefni að gera, undirbúning stofnunar umhverfisráðuneytis, og undir forsrn. er að sjálfsögðu heimilt að veita fjármagn til þessa verkefnis. Margar fleiri leiðir mætti nefna, en það er sú leið sem ég hef haft í huga.