Frsm. atvmn. (Jón Kristjánsson):
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá atvmn. um till. til þál. um könnun á jarðvarma, jarðsjó og ferskvatni á Vesturlandi.
    ,,Nefndin hefur rætt tillöguna og kallað til viðtals Guðmund Pálmason, forstöðumann jarðhitadeildar Orkustofnunar. Fram kom að unnið er að þessu verkefni á vegum stofnunarinnar. Í ljósi þess leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt svo breytt:
    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hraða samræmdri könnun á jarðvarma, jarðsjó og fersku vatni á Vesturlandi í samvinnu við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila svo að sem fyrst liggi fyrir upplýsingar um forða af heitu og köldu vatni og jarðsjó er hagnýta megi, m.a. í þágu fiskeldis, til eflingar byggðar og búsetu á Vesturlandi.
    Árni Gunnarsson og Ólafur Þ. Þórðarson voru fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins.``
    Undir nál. skrifa Jón Kristjánsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Matthías Á. Mathiesen, Geir Gunnarsson og Geir H. Haarde.