Þinglausnir
Laugardaginn 20. maí 1989

     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Handhafar valds forseta Íslands hafa gefið út svofellt bréf:
    ,,Handhafar valds forseta Íslands, skv. 8. gr. stjórnarskrárinnar forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar, gera kunnugt:
    Að vér veitum hér með forsrh., Steingrími Hermannssyni, umboð til þess í voru nafni að slíta Alþingi, 111. löggjafarþingi, 20. maí 1989.
Gjört í Reykjavík, 20. maí 1989.

Steingrímur Hermannsson.

Guðrún Helgadóttir.

Guðrún Erlendsdóttir.

             Steingrímur Hermannsson.
Bréf handhafa valds forseta Íslands um þinglausnir.``

    Samkvæmt þessu bréfi, sem ég hef nú lesið, og því umboði sem mér er veitt, lýsi ég yfir því að þessu þingi, sem nú hefur lokið störfum, er slitið.
    Ég óska þingmönnum og starfsmönnum Alþingis velfarnaðar, þjóðinni allra heilla og bið alþingismenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum.
    Þingheimur stóð upp og forsrh., Steingrímur Hermannsson, mælti:
    ,,Heill forseta Íslands og fósturjörð. Ísland lifi.``
    Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.

Var síðan af þingi gengið.