Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 73 . mál.


Sþ.

244. Nefndarálit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1989.

Frá meiri hl. fjárveitinganefndar.



    Afgreiðsla fjárlaga hefur að þessu sinni verið nokkuð frábrugðin því sem vani hefur verið. Í fyrsta lagi kom frumvarpið mun seinna fram en venjulegt er og átti það rætur að rekja til stjórnarskiptanna á sl. hausti. Fjárveitinganefnd gat því ekki hafið fjárlagavinnuna fyrr en u.þ.b. þremur vikum síðar en venjulega. Í öðru lagi gerðist svo það að á tímanum sem liðið hefur frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram hafa orðið meiri breytingar á öllu efnahagslegu umhverfi, bæði hvað varðar afkomu ríkissjóðs og atvinnuvega á árinu 1988 og hvað varðar efnahagshorfur komandi árs, og þess munu fá eða engin dæmi að svo mikil umskipti hafi orðið á jafnskömmum tíma. Ástæðulaust er að rekja þessar breytingar hér, svo oft og rækilega hefur það verið gert að undanförnu. Nægilegt er að árétta að umskipti þessi frá þenslu til samdráttar á svo til öllum sviðum efnahagslífsins hafa breytt svo forsendum fjárlagagerðar og spám um tekjur og útgjöld ríkisins að óhjákvæmilegt var að ákvarðanir yrðu teknar um veruleg frávik frá upphaflegum áformum frumvarpsins, bæði hvað varðar tekju- og útgjaldaáform. Á meðan meðferð fjárlagafrumvarpsins í fjárveitinganefnd stóð sem hæst tilkynnti ríkisstjórnin þá ákvörðun sína að óhjákvæmilegt væri að hún breytti bæði tekju- og útgjaldaáformum sínum frá því sem ráð hafði verið fyrir gert í fjárlagafrumvarpi. Á meðan þau mál voru til umræðu og umfjöllunar í ríkisstjórninni var óhjákvæmilegt að fjárveitinganefnd biði með útgjaldaafgreiðslur sínar og varð því óhjákvæmilega nokkurt hlé á störfum nefndarinnar þegar lokið var þeim þætti í starfsemi fjárveitinganefndar sem varðar móttöku og skoðun erinda og vinna hennar var komin yfir á ákvörðunarstigið. Af þessum ástæðum, styttri starfstíma en venjulega, vegna þess hve seint frumvarpið var lagt fram, og sökum nokkurra tafa er urðu á afgreiðslum vegna gerbreyttra aðstæðna, þá hefur fjárveitinganefnd haft miklu knappari tíma til þess að ljúka hefðbundnum verkum sínum en vanalegt er
og æskilegt hefði verið. Engu að síður hefur tekist að ljúka nærfellt öllum afgreiðslum nefndarinnar er varða 4. gr. frumvarpsins; þar á meðal yfirferð nefndarinnar yfir smærri safnliði sem nefndin gerir tillögur um skiptingu á, annaðhvort í fjárlögum eða með bréfi síðar, þannig að önnur umræða um frumvarp til fjárlaga getur farið fram á svipuðum tíma og vanalega. Þetta hefur tekist vegna mjög góðs samstarfs í nefndinni og eiga fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni góðan hlut að því samstarfi um störf og afgreiðslur nefndarinnar. Ber að þakka það og þá ekki síður þar sem allar aðstæður við afgreiðslur nefndarinnar, bæði hvað varðar svigrúm í tíma og til efnislegrar afgreiðslu erinda, hafa verið knappari en oftast áður. Þetta samstarf um störf fjárveitinganefndar felur það auðvitað ekki frekar í sér nú en áður að fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni séu með sama hætti ábyrgir fyrir tillögum nefndarinnar og meirihlutamenn. Fram hafa komið frá þeim hörð andmæli við tilteknum afgreiðslum eins og fram mun koma bæði í nefndaráliti minni hl. og í umræðum á Alþingi. Einnig hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni að sjálfsögðu tekið fram að þeir áskilji sér rétt til þess að flytja breytingartillögur eða fylgja slíkum tillögum sem fram kunna að koma.
    Á síðasta hausti urðu þær breytingar á starfsaðstæðum fjárveitinganefndar að hún tók þá ákvörðun að óska eftir samstarfi og aðstoð frá Ríkisendurskoðun, en sú stofnun heyrir nú undir Alþingi. Á sama tíma óskaði nefndin eftir áframhaldi á því mikla samstarfi sem hún hefur jafnan átt við Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Öðlaðist fjárveitinganefnd þannig stórbætta aðstöðu án þess að þurfa að missa nokkurs í þeirri vinnuaðstöðu sem nefndin áður hafði haft með samstarfi við Fjárlaga- og hagsýslustofnun og fleiri. Reyndust þessi nýju vinnubrögð vel, svo að ákvörðun var tekin um það á sl. hausti að haldið yrði áfram á sömu leið og var þess farið á leit að nefndin fengi aukna þjónustu frá Ríkisendurskoðun um leið og varðveitt yrði hið nána og góða samstarf við Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Umrædd skipan mála hefur stórbætt alla starfsaðstöðu fjárveitinganefndar og á sú aukna aðstoð, sem nefndin hefur fengið með þessum hætti, án efa hvað ríkastan þátt í því að nefndinni tókst að ljúka verkefnum sínum fyrir aðra umræðu á miklu knappari tíma en venjulega. Miklu meira máli skiptir þó að með samstarfi fjárveitinganefndar við þessar tvær stofnanir, Ríkisendurskoðun og Fjárlaga- og hagsýslustofnun, stórbatnar aðstaða nefndarinnar og einstakra nefndarmanna, jafnt í stjórnarandstöðu sem í stjórnaraðstöðu, til þess að leggja sjálfstætt mat á viðfangsefni fjárlagagerðar. Framar öllu breyta þessar aðstæður möguleikum fjárveitinganefndar til þess að fylgjast með framkvæmd fjárlaga, en mörgum
hefur fundist mikið á það skorta að Alþingi legði næga áherslu á að fylgjast með því að þær ákvarðanir væru virtar sem teknar eru við afgreiðslu Alþingis á fjárlögum fyrir íslenska ríkið. Loks urðu breytingar einnig á sjálfu starfsumhverfi fjárveitinganefndar þegar nefndin fluttist nú í desember í nýtt húsnæði í Austurstræti að fyrirlagi forseta Alþingis. Þar verður vinnuaðstaða fjárveitinganefndar eins og best verður á kosið þegar það húsnæði verður komið í full not.
    Breytingartillögur nefndarinnar, sem hún flytur nú við 2. umr., varða 4. gr. og nema alls 514.837 þús. kr. Breytingartillögur þessar má greina á eftirfarandi hátt til þess að veita nánari upplýsingar um eðli þeirra og umfang:

TAFLA Í GUTENBERG.


    Hér á eftir koma svo skýringar við tillögur fjárveitinganefndar um breytingar á gjaldahlið frumvarpsins en til 3. umr. bíða B-hlutastofnanir, heimildir skv. 6. gr. og tekjuhlið frumvarpsins, auk afgreiðslna á samþykktum ríkisstjórnar og stjórnarflokka á lækkun útgjalda, en allar helstu niðurstöður þeirra áforma eru kynntar í sérstöku fylgiskjali með nefndaráliti þessu.

SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGUR



00 Æðsta stjórn ríkisins


201     Alþingi: Viðfangsefnið 1.30 Þingmannasamtök NATO hækkar um 1.000 þús. kr. og verður 2.560 þús. kr. Viðfangsefnið 1.31 Þingmannanefndir Evrópuráðsins hækkar um 1.000 þús. kr. og verður 3.590 þús. kr. Er miðað við lágmarksþáttöku í þessum tveimur nefndum. Viðfangsefnið 1.34 Alþjóðaþingmannasamtökin hækka um 200 þús. kr. og verður 2.300 þús. kr. Viðfangsefnið 5.20 Fasteignir hækkar um 1.165 þús. kr. og verður 4.865 þús. kr. vegna aukins viðhalds. Viðfangsefnið Hús Jóns Sigurðssonar hækkar um 2.730 þús. kr. og verður 5.230 þús. kr. Viðfangsefnið 6.90 Ýmis stofnkostnaður hækkar um 6.000 þús. kr. og verður 22.600 þús. kr. vegna breytinga í Þórshamri og Austurstræti 14.
202     Ríkisendurskoðun: Launagjöld hækka um 4.500 þús. kr. og verða 60.848 þús. kr. vegna leiðréttingar á launagjöldum. Gert er ráð fyrir að föst stöðugildi hjá Ríkisendurskoðun verði 38. Þessi breyting hefur ekki útgjaldaaukningu í för með sér þar sem gert er ráð fyrir fimm verkefnaráðnum starfsmönnum. Heildarfjöldi starfsmanna er sá sami og fjárlagafrumvarp fyrir árið 1989 gerði ráð fyrir.

01 Forsætisráðuneyti


101     Forsætisráðuneytið, aðalskrifstofa: Viðfangsefnið 1.40 Gjöf Jóns Sigurðssonar hækkar um 314 þús. kr. og verður 1.364 þús. kr., þannig að framlag samsvarar ígildi prófessorslauna.

02 Menntamálaráðuneyti


201     Háskóli Íslands: Launagjöld hækka um 2.700 þús. kr. vegna tveggja nýrra stöðugilda. Viðfangsefni 1.13 Lyfjafræði lyfsala hækkar um 1.500 þús. kr. og verður 18.210 vegna dósentsstöðu í lyfjafræði og viðfangsefnið 1.15 Viðskipta- og hagfræðideild hækkar um 1.200 þús. kr., verður 43.973 þús. kr. vegna lektorsstöðu í hagfræði. Viðfangsefnið 1.20 Háskólabókasafn lækkar um 15.000 þús. kr. og verður 31.452 þús. kr. Á móti kemur nýtt stofnkostnaðarviðfangsefni 6.20 Bókakaup o.fl. 15.000 þús. kr. sem Háskólinn mun síðar greiða af happdrættisfé. Viðfangsefnið 1.26 Stofnun Sigurðar Nordals hækkar um 500 þús. kr. og verður 3.988 þús. kr. vegna viðhalds.
202     Tilraunastöð Háskólans að Keldum: Sértekjur lækka alls um 11.700 þús. kr. og verða 33.760 þús. kr. Lækkunin er tilkomin þannig að 8.700 þús. kr. eru vegna þess að Happdrætti H.Í. mun ekki taka þátt í greiðslu stofnkostnaðar við tilraunastöðina að Keldum og 3.000 þús. kr. lækkun sértekna eru vegna samdráttar í sölu á bóluefni. Launagjöld hækka um 2.000 þús. kr. og verða 44.739 þús. kr. vegna leiðréttingar á launakostnaði.
203     Raunvísindastofnun Háskólans: Sértekjur stofnunarinnar hækka um 9.700 þús. kr. og verða 39.070 þús. kr. vegna aukinnar hlutdeildar Háskóla Íslands í stofnkostnaði stofnunarinnar.
205     Stofnun Árna Magnússonar: Launagjöld hækka um 600 þús. kr. og verða 22.287 þús. kr. vegna verkefnaráðningar þjóðfræðings í hálft ár. Sértekjur lækka um 1.000 þús. kr. og verða 1.640 þús. kr. þar sem Happdrætti H.Í. mun ekki taka þátt í greiðslu stofnkostnaðar við stofnunina.
210     Háskóli á Akureyri: Launagjöld hækka um 600 þús. kr. og verða 29.584 þús. kr. Hækkunin er ætluð til verkefnaráðningar starfsmanns í hálft ár til undirbúnings kennslu í sjávarútvegsfræðum.
301     Menntaskólinn í Reykjavík: Viðfangsefnið 5.01 Endurbætur hækkar um 5.000 þús. kr. og verður 8.100 þús. kr. vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði skólans.
304     Menntaskólinn við Hamrahlíð: Launagjöld hækka um 2.000 þús. kr. og verða 103.976 þús. kr. vegna kennslu í sænsku og norsku. Viðfangsefnið 5.01 Endurbætur hækkar um 4.000 þús. kr. og verður 9.000 vegna viðhalds og endurbóta á aðstöðu fyrir fatlaða.
319     Framhaldsskólar, almennt: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 1.000 þús. kr. og verður 80.489 þús. kr. vegna endurmenntunar fyrir stærðfræðikennara.
321     Kennaraháskóli Íslands: Launagjöld hækka um 500 þús. kr. og verða 127.007 þús. kr. vegna endurmenntunar kennara.
331     Íþróttakennaraskóli Íslands: Sértekjur lækka um 1.000 þús. kr. og verða 830 þús. kr. vegna minnkandi leigutekna af íþróttahúsi skólans. Tekinn er upp nýr liður 5.01 Viðhald íþróttavalla o.fl. 1.500 þús. kr.
350     Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: Tekið er upp nýtt stofnkostnaðarviðfangsefni 6.02 Lóðaframkvæmdir 3.000 þús. kr. vegna frágangs á lóð skólans.
354     Fjölbrautaskólinn á Akranesi: Tekinn er upp nýr liður 6.02 Mötuneyti, nýbygging 21.000 þús. kr.
355     Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum: Viðfangsefnið 6.01 Kennsluhúsnæði hækkar um 1.000 þús. kr. og verður 2.100 þús. kr.
359     Verkmenntaskólinn á Akureyri: Viðfangsefnið 6.01 Nýbygging lækkar um 2.500 þús. kr. og verður 46.000 þús. kr.
362     Framhaldsskólinn á Húsavík: Tekinn er upp nýr liður 6.01 Tölvur og búnaður 3.500 þús. kr. vegna kaupa á búnaði við skólann.
501     Tækniskóli Íslands: Launakostnaður skólans hækkar um 3.000 þús. kr. og verður 83.599 vegna endurskipulagningar á skólastarfi.
514     Iðnskólinn í Reykjavík: Tekinn er upp nýr liður 5.01 Fasteignir 4.500 þús. kr. Fjárveiting er ætluð til viðgerða á Iðnskólahúsinu og Vörðuskólahúsinu.
515     Iðnnám, almennt: Tekið er upp nýtt stofnkostnaðarviðfangsefni 6.01 Stofnkostnaður, Ísafirði 1.500 þús. kr. til undirbúnings verknámshúss.
620     Héraðsskólar almennt: Framlag til viðhalds lækkar um 1.000 þús. kr. og verður 3.000 þús. kr. Framlag til stofnkostnaðar hækkar um 13.000 þús. kr. og verður 39.000 þús. kr.
720     Grunnskólar, almennt: Viðfangsefnið 1.90 Grunnskólar óskipt hækkar um 500 þús. kr. og verður 9.659 þús. kr. Hækkunin er til grunnskólans á Siglufirði vegna endurskipulagningar.
730     Bygging grunnskóla og íbúða fyrir skólastjóra o.fl.: Framlag hækkar um 85.005 þús. kr. og verður 385.005 þús. kr. Vísað er í sérstakt yfirlit í breytingartillögum um sundurliðun á einstök verkefni.
750     Skólar fyrir þroskaheft börn: Viðfangsefnið 1.50 Sameiginleg þjónusta hækkar um 5.000, verður 38.070 vegna fjölgunar nemenda.
885     Fullorðinsfræðsla: Viðfangsefnið 1.60 Heimilisiðnaðarskólinn hækkar um 130 þús. kr. og verður 500 þús. kr. Er ætlað til greiðslu á launakostnaði og viðhalds.
902     Þjóðminjasafn Íslands: Launagjöld hækka um 1.500 þús. kr. og verða 26.180 vegna leiðréttingar á launagjöldum.
907     Listasafn Íslands: Viðfangsefnið 6.20 Nýbygging, Fríkirkjuvegi 7 hækkar um 2.700 þús. kr. og verður 22.400 þús. kr.
909     Blindrabókasafn Íslands: Tekið er inn nýtt viðfangsefni 6.01, 400 þús. kr., og er það til tölvuvæðingar á útlánakerfi.
931     Náttúruverndarráð: Sértekjur lækka um 1.000 þús. kr. og verða 11.790 þús. kr. Viðfangsefnið 1.30 Eftirlit við Mývatn og Laxá hækkar um 300 þús. kr. og verður 1.306 þús. kr. vegna minnkandi þátttöku Skútustaðahrepps í kostnaði. Stofnkostnaðarviðfangsefnið 6.32 Þjóðgarðurinn í Skaftafelli hækkar um 500 þús. kr. og verður 1.800 þús. kr. vegna húsnæðis þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Tekið er inn nýtt stofnkostnaðarviðfangsefni 6.35 Hreinlætisaðstaða við Gullfoss 1.000 þús. kr.
975     Vísindasjóður: Viðfangsefnið 1.01 Vísindaráð hækkar um 920 þús. kr. og verður 5.950 þús. kr. vegna leiðréttingar á verðlagsforsendum.
980     Listskreytingasjóður: Önnur gjöld hækka um 1.000 þús. kr. og verða 6.000 þús. kr.
982     Listir, framlög: Tilfærslur lækka um 4.000 þús. kr. Lækkunin skýrist af eftirfarandi:
         a.     1.24 Önnur leiklistarstarfsemi lækkar um 3.500 þús. kr. og verður 1.000 þús. kr.
         b.     1.41 Listasöfn, styrkir hækka um 1.000 þús. kr. og verða 3.000 þús. kr.
         c.     1.75 Lista- og menningarmál, ýmis, lækka um 2.000 þús. kr. og verða 12.000 þús. kr.
         d.     1.82 Ferðaleikhúsið hækkar um 500 þús. kr. og verður 800 þús. kr.
984     Norræn samvinna: Tekið er inn nýtt viðfangsefni 1.15 Ferðamálasamtök Vestur-Norðurlönd 500 þús. kr. Fjárveiting er ætluð til undirbúningsnámskeiðs fyrir aðila af landsbyggðinni til þátttöku í kaupstefnum og til sameiginlegrar kynningar erlendis. Viðfangsefnið 1.18 Menningarsjóður Íslands og Finnlands hækkar um 2.580 þús. kr. og verður 2.650, til hækkunar á framlagi til finnsk-íslenska menningarsjóðsins.
985     Félagsheimilasjóður: Tilfærslur hækka um 6.000 þús. kr. og verða 21.000 þús. kr.
986     Íþróttasjóður: Tilfærslur hækka um 6.209 þús. kr. og verða 51.209 þús. kr.
988     Æskulýðsmál: Tilfærslur hækka um 300 þús. kr. og verða 17.840 þús. kr. Aukningin skýrist af eftirfarandi:
         a.     1.16 Íslenskir ungtemplarar hækka um 180 þús. kr. og verða 750 þús. kr.
         b.     1.17 Starfsemi KFUM og KFUK hækkar um 120 þús. kr. og verður 1.500 þús. kr.
989     Ýmis íþróttamál: Tilfærslur hækka um 4.500 þús. kr. og verða 45.590 þús. kr. Tekinn er inn nýr liður 1.20 Glíman, íslenska þjóðaríþróttin, kynning í skólum 2.000 þús. kr. Viðfangsefnið 1.40 Ýmis framlög til íþróttamála hækkar um 2.500 þús. kr. og verður 4.500 þús. kr.
991     Húsafriðun: Tilfærslur hækka um 2.600 þús. kr. og verða 14.730 þús. kr. Skýrist hækkunin af eftirfarandi:
         a.     6.10 Húsafriðunarsjóður hækkar um 500 þús. kr. og verður 3.200 þús. kr.
         b.     6.40 Byggða- og minjasöfn hækka um 1.200 þús. kr. og verða 7.000 þús. kr.
         c.     6.60 Sjóminjasafn hækkar um 900 þús. kr. og verður 3.500 þús. kr.
999     Ýmislegt: Hækkar um 6.920 þús. kr. og verður 19.050 þús. kr. Hækkunin skýrist af eftirfarandi:
         a.     1.20 Nýr liður, Fundur íþróttaráðherra Evrópu á Íslandi 2.000 þús. kr.
         b.     1.31 Geysir í Haukadal hækkar um 520 þús. kr. og verður 1.500 þús. kr.
         c.     1.40 Nýr liður, Dimmuborgir 500 þús. kr.
         d.     1.42 Reykholtsstaður hækkar um 200 þús. kr. og verður 600 þús. kr.
         e.     1.71 Hlíðardalsskóli hækkar um 700 þús. kr. og verður 4.000 þús. kr.
         f.     1.96 Nýr liður, Útflutnings- og markaðsskólinn 3.000 þús. kr.

03 Utanríkisráðuneyti


103     Skrifstofa ráðherranefndar Norðurlandaráðs: Hækkar um 2.300 þús. kr. og verður 48.817 þús. kr. vegna formennsku í ráðherranefnd Norðurlandaráðs.

04 Landbúnaðarráðuneyti


201     Búnaðarfélag Íslands: Tilfærslur hækka um 13.618 þús. kr. og verða 77.418 þús. kr í samræmi við tillögur nefndar sem vinnur að endurskipulagningu á starfsemi Búnaðarfélagsins.
206     Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Tilfærslur hækka um 3.000 þús. kr. og verða 106.040 þús. kr. með tilkomu nýs stofnkostnaðarviðfangsefnis 6.82 Stóra-Ármót 3.000. Um er að ræða framlag vegna tilraunafjóss að Stóra- Ármóti.
231     Skógrækt ríkisins: Viðfangsefnið 1.01 Almennur rekstur lækkar um 15.300 þús. kr. og verður 88.005 þús. kr. Á móti kemur nýtt viðfangsefni 1.85 Rannsóknastöð að Mógilsá 15.300 þús. kr.
235     Landgræðsla ríkisins: Viðfangsefnið 110 Almenn landgræðsla hækkar um 5.000 þús. kr. og verður 64.315 þús. kr. Tekinn er inn nýr liður 6.20 Fræverkunarstöð 2.500 þús. kr.
243     Sauðfjárveikivarnir: Viðfangsefnið 1.01 hækkar um 15.000 þús. kr. og verður 351.175 þús. kr.
246     Veiðimálastofnunin: Framlag til viðfangsefnisins 1.40 Laxeldisstöðin í Kollafirði hækkar um 6.600 þús. kr. og verður 7.600 þús. kr. vegna greiðslu vaxta og afborgana af lánum.
247     Yfirdýralæknir: Til kemur nýr liður 1.31 Menntun í fisksjúkdómum 2.000 þús. kr. vegna menntunar dýralækna í fisksjúkdómum.
270     Landgræðslu- og landverndaráætlun: Tekinn er inn nýr liður 6.60 Landgræðsluáætlun, óskipt 23.600 þús. kr.
501     Bændaskólinn á Hvanneyri: Viðfangsefnið 1.30 Rekstur skóla hækkar um 600 þús. kr. og verður 51.139 þús. kr. Framlag er tilkomið vegna réttar kennara til að taka leyfi frá kennslu.
502     Bændaskólinn á Hólum: Viðfangsefnið 1.01 hækkar um 600 þús. kr. og verður 49.626 þús. kr. Tekið er inn nýtt viðfangsefni 6.01 Fasteignir 3.000 þús. kr.
503     Garðyrkjuskóli ríkisins: Sértekjur lækka um 1.000 þús. kr. og verða 1.750 þús. kr. Viðfangsefnið 1.01 hækkar um 300 þús. kr. og verður 30.292 þús. kr.

05 Sjávarútvegsráðuneyti


201     Fiskifélag Íslands: Viðfangsefnið 1.90 Fiskifélag Íslands hækkar um 2.000 þús. kr. og verður 39.920 þús. kr.
299     Sjávarútvegsmál, ýmis starfsemi: Viðfangsefnið 1.21 Sjóvinnukennsla, sjóvinnu- og rannsóknabátur hækkar um 2.400 þús. kr. og verður 5.000 þús. kr. vegna skólabátsins Mímis.

06 Dóms- og kirkjumálaráðu neyti


206     Lögreglustjórinn í Reykjavík: Launakostnaður hækkar um 8.400 þús. kr. og verður 501.036 þús. kr. Hækkunin er vegna sjö stöðugilda, þriggja stöðugilda til almennrar löggæslu, þriggja vegna tilfærslu á störfum sem áður voru hjá embættinu og eins til forvarnarstarfs.
225     Sýslumaður og bæjarfógeti Akureyri: Viðfangsefnið 1.01 Yfirstjórn hækkar um 1.200 þús. kr. og verður 45.093 þús. kr. vegna stöðu fulltrúa hjá embættinu.
226     Sýslumaður og bæjarfógeti Húsavík: Viðfangsefnið 6.01 Nýbygging hækkar um 5.800 þús. kr. og verður 8.500 þús. kr. vegna skuldar í tengslum við nýbyggingar skrifstofuhúsnæðis á Húsavík.
235     Sýslumaður og bæjarfógeti Keflavík: Viðfangsefnið 6.21 Lögreglustöð Grindavík hækkar um 3.000 og verður 4.000 þús. kr. vegna innréttinga á lögreglustöðinni Grindavík.
236     Sýslumaður og bæjarfógeti Hafnarfirði: Viðfangsefnið 1.01 Yfirstjórn hækkar um 1.500 þús. kr. og verður 69.923 þús. kr. Hækkunin er vegna eins stöðugildis tollendurskoðanda og hálfs stöðugildis skrifstofumanns.
240     Fangelsi á höfuðborgarsvæðinu: Tekið er upp nýtt stofnkostnaðarviðfangsefni 6.23 Fangelsi Kópavogsbraut 4.500 þús. kr. til að ljúka endurbótum á húsnæði fangelsis við Kópavogsbraut.
251     Landhelgisgæsla Íslands: Viðfangsefnið 6.90 Tæki og búnaður hækkar um 6.000 þús. kr. og verður 17.600 þús. kr. vegna kaupa Landhelgisgæslunnar á kranabúnaði.
252     Bifreiðaeftirlit ríkisins: Tekinn er upp nýr liður 1.01 Bifreiðaeftirlit 14.000 þús. kr. Framlag skiptist þannig að 12.000 þús. kr. eru vegna biðlauna og 2.000 þús. kr. eru vegna uppgjörs þar sem starfsemi er lögð niður.
302     Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar: Viðfangsefnið 6.01 Búnaður hækkar um 700 þús. kr. og verður 1.500 þús. kr. vegna innréttingar á orgelsal.
304     Ýmis kirkjuleg málefni: Viðfangsefnið 1.90 Ýmislegt hækkar um 2.314 þús. kr. og verður 8.300 þús. kr. Tekinn er inn nýr liður 5.42 Viðhald húseignar á Löngumýri 500 þús. kr. Stofnkostnaðarviðfangsefnið 6.51 Hallgrímskirkja hækkar um 5.000 þús. kr. og verður 12.000 þús. kr. vegna viðgerða á steypuskemmdum á turni.

07 Félagsmálaráðuneyti


399     Vatnsveitur: Tilfærslur hækka um 10.000 þús. kr. og verða 30.000 þús. kr.
700     Málefni fatlaðra: Viðfangsefnið 1.80 Starfsþjálfun hækkar um 400 þús. kr. og verður 5.640 þús. kr. vegna tækjakaupa fyrir starfsþjálfun fatlaðra.
702     Málefni fatlaðra, Reykjanesi: Viðfangsefnið 170 Vistheimilið Skálatúni hækkar um 500 þús. kr. og verður 80.905 þús. kr. vegna brunavarna.
704     Málefni fatlaðra, Vestfjörðum: Viðfangsefnið 101 Svæðisstjórn hækkar um 300 þús. kr. og verður 4.151 þús. kr. vegna greiðslu á húsaleigu á skrifstofu svæðisstjórnar.
708     Málefni fatlaðra, Suðurlandi: Viðfangsefnið 1.71 Sólheimar hækkar um 6.000 þús. kr. og verður 64.348 þús. kr. Framlag er ætlað til greiðslu á skuldum Sólheima í Grímsnesi.
791     Brunamálastofnun ríkisins: Sértekjur stofnunar hækka um 1.000 þús. kr. og verða 26.840 þús. kr. Tekinn er inn nýr liður 6.01 Gámur til reykköfunar 1.000 þús. kr.
999     Félagsmál, ýmis starfsemi: Viðfangsefnið félagasamtök, styrkir hækka um 1.280 þús. kr. og verður 10.000 þús. kr.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti


271     Tryggingastofnun ríkisins: Viðfangsefnið 1.20 Sjúkratryggingar lækkar um 9.200 þús. kr. og verður 5.830.800 þús. kr. vegna tilfærslu sjúkrahúsa á föst fjárlög.
301     Landlæknir: Viðfangsefnið 1.01 Yfirstjórn hækkar um 300 þús. kr. og verður 20.877 þús. kr. vegna aðgerða til lækkunar á lyfjakostnaði.
356     Sjúkrahúsið Sauðárkróki: Launagjöld hækka um 4.800 þús. kr. og verða 155.890 þús. kr.
357     Sjúkrahúsið Siglufirði: Launagjöld hækka um 600 þús. kr. og verða 68.909 þús. kr. vegna stöðu sjúkraliða vegna heimahjúkrunar.
358     Fjórðungssjúkrahúsið Akueyri: Launagjöld lækka um 6.100 þús. kr. og verða 584.152 þús. kr. Á móti hækka önnur gjöld um 6.100 þús. kr. og verða 324.640 þús. kr. vegna leiðréttinga.
371     Ríkisspítalar: Viðfangsefnið Þjónustudeildir hækka um 10.500 þús. kr. og verður 938.958 þús. kr. Hækkunin er tilkomin vegna fimm nýrra stöðugilda vegna nýrrar starfsemi í K-byggingu Landsspítalans.
372     Borgarspítalinn: Launagjöld hækka um 4.800 þús. kr. og verða 1.541.799 þús. kr. Hækkunin er vegna tíu stöðugilda, þar af voru sex greidd áður af álagsgreiðslum en fjögur eru ný. Viðfangsefnið 6.01 Ýmis eignakaup hækkar um 10.000 þús. kr. og verður 45.100 þús. kr. til kaupa á vararafstöð.
381     Sjúkrahús og læknisbústaðir: Tekinn er inn nýr liður 1.21 Öldrunarþjónusta á Suðurnesjum 9.000 þús. kr. Tilfærslur á viðfangsefni 6.90 Bygging sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og læknisbústaða hækka um 40.320 þús. kr. og verða 240.320 þús. kr. Vísað er í sundurliðun á sérstöku yfirliti með breytingartilllögum um skiptingu á einstök verkefni. Tekinn er inn nýr stofnkostnaðarliður 6.91 Sjúkrahús St. Franciscusarreglunnar, Stykkishólmi 9.000 þús. kr.
399     Heilbrigðismál, ýmis starfsemi: Viðfangsefnið 1.31 Krabbameinsfélag Íslands hækkar um 2.000 þús. kr. og verður 62.950 þús. kr. vegna verðlagsleiðréttingar.
401     St. Franciskusarspítali, Stykkishólmi: Launagjöld hækka um 3.200 þús. kr. og verða 54.713 þús. kr. vegna nýrra stöðugilda framkvæmdastjóra og sjúkraliða.
403     Sjúkrahús Bolungarvíkur: Launagjöld hækka um 2.400 þús. kr. og verða 22.377 þús. kr. Um er að ræða tvö ný stöðugildi vegna öldrunardeilda.
407     Sundabúð II, Vopnafirði: Launagjöld hækka um 900 þús. kr. og verða 13.736 þús. kr. vegna launa sjúkraþjálfa.
408     Sunnuhlíð, Kópavogi: Launagjöld hækka um 2.700 þús. kr. og verða 53.860 þús. kr. Hækkunin er tilkomin vegna fjölgunar starfsmanna um sjö vegna fjölgunar rúma. Fjölgun starfsmanna kemur til framkvæmda 1. sept. 1990.
481     Bindindisstarfsemi: Tekinn er inn nýr liður 1.20 Stórstúka Íslands 1.000 þús. kr. vegna ungliðastarfs.

09 Fjármálaráðuneyti


261     Ríkistollstjóri: Launagjöld hækka um 6.000 þús. kr. og verða 134.373 þús. kr. Hækkun þessi er vegna þriggja stöðugilda og þriggja verkefnaráðinna starfsmanna í tengslum við innheimtu og eftirlitsstörf.
262     Tollstjórinn í Reykjavík: Launagjöld hækka um 3.000 þús. kr. og verða 73.908 þús. kr. Hækkunin er vegna tveggja stöðugilda og eins verkefnaráðins starfsmanns.

10 Samgönguráðuneyti


331     Vita- og hafnamálaskrifstofan: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 1.300 þús. kr. og verður 55.199 þús. kr. vegna útgáfu leiðsögubókar.
332     Vitastofnun Íslands: Tekinn er inn nýr stofnkostnaðarliður 6.40 Sjóvarnamerki, Kolbeinsey 3.400 þús. kr. Fjárveitingin er ætluð til að ljúka rannsóknum og til uppsetningar sjóvarnamerkja við Kolbeinsey.
333     Hafnamál: Tilfærslur á viðfangsefni 6.30 Hafnarmannvirki og lendingarbætur hækka um 10.000 þús. kr. og verða 410.000 þús. kr. Vísað er í sundurliðun á einstök verkefni í yfirliti með breytingartillögum. Tekið er upp nýtt viðfangsefni 6.31 Landshafnir, óskipt 15.000 þús. kr. Viðfangsefnið 6.40 Sjóvarnagarðar hækkar um 21.300 þús. kr. og verður 31.300 þús. kr. Vísað er í yfirlit í breytingartillögum um sundurliðun á einstök verkefni.
341     Siglingamálastofnun ríkisins: Viðfangsefnið 6.01 Mengunarvarnir o.fl. hækkar um 130 þús. kr. og verður 3.630 þús. kr. Hækkunin er ætluð til kaupa á farsíma.
485     Ýmis framlög: Tilfærslur hækka um 2.170 þús. kr. og verða 34.120 þús. kr. Hækkunin skiptist á eftirfarandi liði:
         a.     1.20 Tilkynningaskylda íslenskra skipa hækkar um 720 þús. kr. og verður 8.500 þús. kr.
         b.     1.26 Ýmislegt hækkar um 1.000 þús. kr. og verður 3.240 þús. kr.
         c.     1.33 Öryggismálaskóli sjómanna hækkar um 450 þús. kr. og verður 11.500 þús. kr.
651     Ferðamálaráð: Viðfangsefnið 6.20 Hótel, framlög hækkar um 5.000 þús. kr. og verður 20.000 þús. kr.
652     Veðurstofa Íslands: Viðfangsefnið 1.20 Jarðeðlisfræðideild hækkar um 500 þús. kr. og verður 11.970 þús. kr. Hækkunin er ætluð til að standa straum af rekstri þriggja jarðaskjálftamæla í Mývatnssveit.

11 Iðnaðarráðuneyti


101     Iðnaðarráðuneytið, aðalskrifstofa: Viðfangsefnið 1.10 Iðnþróun og markaðsmál lækkar um 7.000 þús. kr. og fellur brott vegna tilfærslu á fjárlagalið 11-299 1.50 Iðja og iðnaður. Tekinn er inn nýr liður 1.02 Vörumerkja- og einkaleyfaskrifstofa 7.086 þús. kr. sem flyst af fjárlagalið 11-102 1.01.
102     Vörumerkja- og einkaleyfaskrifstofa: Viðfangsefni 1.01 Vörumerkja- og einkaleyfaskrifstofa lækkar um 7.086 þús. kr. og fellur brott. Flyst á 11-101 1.02, Iðnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa.
299     Iðja og iðnaður, framlög: Tekið er inn nýtt viðfangsefni 1.21 Byggingarþjónusta 500 þús. kr. Framlag er tilkomið vegna rekstrartaps byggingarþjónustunnar á liðnu ári. Tekinn er inn nýr liður 1.50, 7.000 þús. kr., sem flyst af lið 11-101 1.10 Iðnþróun og markaðsmál.

    Eins og áður segir stendur fjárveitinganefnd öll að framanritaðri tillögugerð. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni, þau Pálmi Jónsson, Egill Jónsson, Óli Þ. Guðbjartsson og Málmfríður Sigurðardóttir, hafa fyrirvara um flutning breytingartillagna eða stuðning við breytingartillögur sem fram kunna að koma frá öðrum.

Alþingi, 14. des. 1988.



Sighvatur Björgvinsson,

Margrét Frímannsdóttir,

Alexander Stefánsson.


form., frsm.

fundaskr.



Jón Sæmundur Sigurjónsson.

Ólafur Þ. Þórðarson.






Lækkun útgjalda o.fl.


Áform ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar


um lækkun ríkisútgjalda o.fl.



    Eins og segir í nefndaráliti meiri hl. fjárveitinganefndar hafa ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar samþykkt að gera tillögur um ákveðna lækkun útgjalda og tilfærslur til þess að draga úr horfum um miklu verri afkomu ríkissjóðs en útlit var fyrir þegar frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1989 var lagt fram. Þessi áform hafa verið kynnt í fjárveitinganefnd en formlegar breytingartillögur þar að lútandi verða fluttar við 3. umr. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þessum áformum:



HÉR KOMA TÖFLUR FRÁ PRENTSMIÐJU