Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


111. löggjafarþing 1988–1989.
Nr. 2/111.

Þskj. 312  —  173. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu tveggja Norðurlandasamninga um viðurkenningu starfsréttinda kennara.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda Norðurlandasamninga sem undirritaðir voru í Reykjavík 29. september 1986:
     1.      Samning um sameiginlegan vinnumarkað kennara í bóklegum greinum, list- og verkmennta- og íþróttakennara og sérkennara í grunnskólum.
     2.      Samning um sameiginlegan vinnumarkað kennara í bóklegum greinum, list- og verkmennta- og íþróttakennara í framhaldsskólum.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1988.