Ferill 32. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


111. löggjafarþing 1988–1989.
Nr. 5/111.

Þskj. 315  —  32. mál.


Þingsályktun

um eflingu Menningarsjóðs félagsheimila.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að endurskoða lagaákvæði um Menningarsjóð félagsheimila samhliða breytingum á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga með það að markmiði að sjóðurinn stuðli betur en nú er að aukinni menningarstarfsemi á landsbyggðinni.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1988.