Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 189 . mál.


Nd.

322. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (PP, RA, ÁrnG, GGÞ).



1.     Við 2. gr. Greinin falli brott.
2.     Við 9. gr., er verði 8. gr. Fyrri málsliður greinarinnar orðist svo:
.      Þrátt fyrir ákvæði 56. og 57. gr. skulu eftirstöðvar rekstrartaps frá fyrri árum, hjá því félagi sem slitið var, ekki flytjast til þess félags sem við tekur nema það stundi skyldan rekstur eða haldi að mestu leyti áfram svipuðum rekstri eða starfsemi og það félag sem slitið var.
3.     Við 10. gr. Greinin falli brott.
4.     Við 11. gr. Í stað „212.100“ í a-lið greinarinnar komi: 214.104.
5.     Við 13. gr. Í stað „20.900, 31.300 og 62.600“ komi: 21.568, 32.353 og 64.705.
6.     Við 14. gr. Í stað „49.500“ í a-lið greinarinnar komi: 51.224.
7.     Við 19. gr., er verði 17. gr. Greinin orðist svo:
.      83. gr. laganna orðast svo:
.      Eignarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 2.500.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af eignarskattsstofni yfir 2.500.000 kr. greiðist 1,2%. Af eignarskattsstofni yfir 7.000.000 kr. greiðist að auki 1,5%.
8.     Við 24. gr., er verði 22. gr. 2. mgr. greinarinnar orðist svo:
.      Þó skulu ákvæði 1. gr., 2. gr., 3. gr., 4. gr., 5. gr., 6. gr., 7. gr., b-liðar 9. gr., 12. gr., 15. gr., 16. gr., 17. gr., 18. gr. og 21. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts og ákvörðun bóta á árinu 1989 vegna tekna á árinu 1988 og eigna í lok þess árs.
9.     Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, II, er orðist svo:
.      Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 67. gr. laganna skal tekjuskattur manna reiknast 30,8% af tekjuskattsstofni við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1989 og við álagningu tekjuskatts á árinu 1990 vegna tekna ársins 1989.






Endurprentað upp.