Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 1 . mál.


Nd.

502. Breytingartillögur



við frv. til l. um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (PP, ÁrnG, SHj, RA, KH).



1.     Við 2. gr. Framan við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
.      Þeir, sem lög þessi taka til og hafa atvinnu af viðskiptum með verðbréf, skulu afla glöggra upplýsinga um hverjir viðskiptamenn þeirra eru og skrá nöfn þeirra, kennitölur og heimili á reikninga eða uppgjör vegna viðskiptanna. Einnig ber öllum, sem atvinnu hafa af viðskiptum með verðbréf, að geyma afrit eða ljósrit af öllum skjölum, sérgerðum vegna viðskiptanna. Um geymsluskyldu skal fara eftir almennum bókhaldsreglum.
2.     Við 3. gr.
. a.     Upphaf greinarinnar orðist svo:
..      Til að annast milligöngu um kaup og sölu verðbréfa og ráðgjöf um slík viðskipti gegn þóknun þarf löggildingu viðskiptaráðherra. Löggilt leyfi til verðbréfamiðlunar eru aðeins veitt einstaklingum sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum.
. b.     Aftan við d-lið bætist: í reglugerð sem ráðherra setur.
. c.     Við greinina bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
..      Heimilt er samkvæmt skriflegri beiðni leyfishafa að afturkalla áður útgefið leyfi samkvæmt 1. mgr., ef eigi er uppfyllt skilyrði e-liðar 1. mgr., án þess þó að leyfishafi glati réttindum samkvæmt d-lið þeirrar málsgreinar.
..      Löggiltur endurskoðandi skal annast endurskoðun hjá verðbréfamiðlara og skulu ákvæði V. kafla laga þessara gilda um störf hans eftir því sem við getur átt.
3.     Við 8. gr. Í stað orðanna „fyrir hans reikning“ í niðurlagi greinarinnar komi: í hans þágu.
4.     Við 9. gr. Í stað síðari málsl. 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir svohljóðandi: Verðbréfamiðlara ber að varðveita verðbréf og aðra fjármuni viðskiptavina sinna í eldtraustu öryggishólfi. Í reglugerð skal setja nánari fyrirmæli um öryggisgæslu með verðbréf.
5.     Við 11. gr.
. a.     Á eftir 2. mgr. bætist við ný málsgrein svohljóðandi:
..      Verðbréfafyrirtækjum er óheimilt að annast aðra starfsemi en um getur í 2. mgr.
. b.     Í stað „10“ í a-lið 3. mgr., er verði 4. mgr., komi: 20.
. c.     Við a-lið 3. mgr. bætist: og eigið fé nemi aldrei lægri fjárhæð en 20 milljónum króna. Fjárhæðir þessar skulu bundnar lánskjaravísitölu miðað við grunntölu hennar á útgáfudegi laga þessara.
. d.     E- og f-liðir 3. mgr. falli brott.
. e.     Við 3. mgr. bætist nýr stafliður svohljóðandi:
..      Fyrirtækið setji tryggingu fyrir tjóni sem það kann að baka viðskiptavinum sínum. Nánari ákvæði um fjárhæð tryggingar og lágmarksskilmála að öðru leyti skulu sett með reglugerð.
6.     Við 12. gr. Í stað „1%“ í fyrri mgr. komi: 2%.
7.     Við 13. gr.
. a.     1. mgr. orðist svo:
..      Framkvæmdastjóra verðbréfafyrirtækis, sem fengið hefur leyfi samkvæmt 3. gr., er óheimilt að sitja í stjórn atvinnufyrirtækja. Bankaeftirlit Seðlabanka Íslands getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði mæli sérstakar ástæður með því.
. b.     Á eftir orðinu „viðskiptavaki“ í 2. mgr. komi: eða sölutryggjandi.
. c.     Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
..      Ákvæði 4.–9. gr. laga þessara eiga einnig við um verðbréfafyrirtæki eftir því sem við getur átt.
8.     Við 17. gr. Greinin orðist svo:
.      Skylt er verðbréfafyrirtæki að kunngera viðskiptamönnum sínum fyrir fram hverja þóknun það muni áskilja sér fyrir þjónustu sína. Breytingar á þóknun skal tilkynna viðskiptamönnum með nægum fyrirvara þannig að unnt sé að endurmeta þau viðskipti sem verið hafa milli aðila.
.      Óheimilt er verðbréfafyrirtækjum að sammælast um gjaldskrá fyrir veitta þjónustu og gilda um það ákvæði laga nr. 56/1978, um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti.
9.     Við 18. gr. F-liður 2. mgr. falli brott.
10.     Við 20. gr. Orðið „ætíð“ í 2. málsl. fyrri málsgreinar falli brott.
11.     Við 25. gr. Greinin orðist svo:
.      Verðbréf verðbréfasjóða er skylt að varðveita í eldtraustu öryggishólfi. Í reglugerð skal setja nánari fyrirmæli um öryggisgæslu með verðbréf.
12.     Við 29. gr. Við 2. málsl. fyrri málsgreinar bætist: en ráðherra er þó heimilt, að fengnum tillögum Seðlabanka Íslands, að hækka þetta mark ef nauðsyn krefur, þó aldrei meira en í 5%.
13.     Við 30. gr. Greinin orðist svo:
.      Seðlabanki Íslands skal láta sömu reglur, eftir því sem við getur átt, gilda um verðbréfasjóði að því er varðar bundið fé og settar eru innlánsstofnunum skv. 1.–3. mgr. 8. gr. laga nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, eða jafngildi þeirra með kaupskyldu á öruggum verðbréfum.
.      Hafi Seðlabankinn hlutast til um vexti útlána hjá innlánsstofnunum á grundvelli 9. gr. laga nr. 36/1986, getur bankinn, meðan sú íhlutun varir, að fengnu samþykki ráðherra bundið ávöxtunarkröfur og annað endurgjald fyrir fjármagn í viðskiptum verðbréfafyrirtækja og verðbréfasjóða takmörkunum sem miðast við hliðstæða áhættuflokka. Setur Seðlabankinn um það nánari reglur.
14.     Við 33.gr.
. a.     Í stað orðanna „þeir skulu“ í 2. og 3. málsl. 1.mgr. komi: hann skal.
. b.     Í stað orðsins „skoðunarmenn“ í 2. mgr. komi: endurskoðandi.
. c.     Í stað orðanna „skulu þeir“ í fyrri málsl. 2. mgr. komi: skal hann.
. d.     Á eftir orðinu „rekstri“ í 4. mgr. bætist við: verðbréfafyrirtækis eða.
15.     2.–4. mgr. 34. gr. verði ný grein, 34. gr., er komi aftast í V. kafla.
16.     Við 34. gr., er verði 35. gr. Greinin hljóði svo:
.      Starfsemi verðbréfamiðlara, verðbréfasjóða og verðbréfafyrirtækja er háð eftirliti bankaeftirlits Seðlabanka Íslands. Skal bankaeftirlitið eiga aðgang að öllum gögnum og upplýsingum hjá þessum aðilum sem, að mati bankaeftirlitsins, eru nauðsynlegar vegna eftirlitsins. Að öðru leyti skulu gilda um eftirlitið sömu reglur og um eftirlit með innlánsstofnunum, sbr. lV. kafla laga nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, eftir því sem við getur átt.
.      Telji bankaeftirlitið að starfsemi verðbréfamiðlara, verðbréfafyrirtækis eða verðbréfasjóðs brjóti gegn ákvæðum laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim eða sé að öðru leyti óeðlileg eða ótraust getur það veitt viðkomandi hæfilegan frest til úrbóta, nema brot séu alvarleg. Verði ekki orðið við kröfum bankaeftirlitsins innan tilskilins frests getur það lagt til við ráðherra að hann afturkalli rekstrar- og eða starfsleyfi verðbréfamiðlara eða verðbréfafyrirtækis.
.      Afturkalli ráðherra leyfi verðbréfafyrirtækis skv. 2. mgr. skal hann skipa þriggja manna skilanefnd sem sér um ráðstöfun þeirra verðbréfasjóða sem fyrirtækið hefur rekið, um flutning þeirra til annars verðbréfafyrirtækis eða um slit fyrirtækisins, sölu verðbréfaeignar og skil á innkomnu söluverði til eigenda hlutdeildarskírteina og annarra kröfuhafa.
17.     Við 35. gr., er verði 36. gr. Greinin flytjist aftast í Vl. kafla.
18.     Á eftir 35. gr., er verði 36. gr., komi ný grein í upphafi Vll. kafla er orðist svo:
.      Sá sem öðlast vill leyfi til verðbréfamiðlunar skv. 3. gr. skal standast próf eftir því sem greinir í lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim. Prófnefnd, sem viðskiptaráðherra skipar til fjögurra ára í senn og í eiga sæti fimm menn, þar af einn tilnefndur af stjórn Verðbréfaþings Íslands, skal standa fyrir prófi þessu ákveði viðskiptaráðherra eigi aðra tilhögun. Varamenn skal skipa með sama hætti.
.      Viðskiptaráðherra setur með reglugerð ákvæði um prófgreinar, framkvæmd prófa, störf og skipan prófnefndarmanna. Prófnefnd ákveður prófsefni fyrir upphaf námskeiðs.
.      Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um tilhögun námskeiðs, námsgreinar, kennslu og kennslugjöld að tillögu prófnefndar.



Prentað upp.