Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 1 . mál.


Nd.

526. Breytingartillaga



við frv. til l. um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



    Við 15. gr. Í stað tveggja fyrstu málsliða 1. mgr. komi þrír málsliðir svohljóðandi:
    Almennt útboð markaðsverðbréfa annarra en ríkisskuldabréfa, skuldabréfa með ríkisábyrgð og ríkisvíxla skal fara fram með milligöngu verðbréfafyrirtækja. Þó er hlutafélögum, er hafa til þess heimild Verðbréfaþings Íslands, heimilt að annast sjálf útboð markaðsverðbréfa sinna. Markaðsútgáfu verðbréfa skal tilkynna til Seðlabanka Íslands eigi síðar en viku fyrir upphaf sölu ásamt upplýsingum um öll helstu einkenni útgáfunnar svo sem fjárhæð, fyrirhugað sölutímabil, sölustaði og sameiginleg einkenni bréfanna.