Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 2 . mál.


Nd.

611. Breytingartillögur



við frv. til l. um eignarleigustarfsemi.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



1.     Við 1. gr. Niðurlag 3. mgr., frá orðinu „leigutaka“, orðist svo: sjálfkrafa rétt til að eignast hið leigða í lok leigutíma.
2.     Við 2. gr. Orðið „að“ í 3. mgr. falli brott.
3.     Við 4. gr. Við 2. mgr. bætist nýr töluliður svohljóðandi:
.      Löggiltur endurskoðandi eða endurskoðunarstofa annist endurskoðun hjá eignarleigufyrirtæki.
4.     Við 5. gr. Greinin falli brott.
5.     Við 7. gr. Í stað „8%“ komi: 10%.
6.     Við 8. gr.
. a.     Á eftir orðinu „upplýsingar“ komi: um.
. b.     Síðari málsgrein falli brott.
7.     Við 9. gr.
. a.     Upphaf greinarinnar orðist svo:
..      Eignarleigusamningar skulu vera skriflegir. Í þeim skal, auk leigugjalds, geta eftirtalinna atriða:
. b.     Á eftir 4. tölul. komi nýr töluliður er orðist svo:
..      Ákvæða um vátryggingar og bótaábyrgð gagnvart þriðja aðila.
8.     Við 10. gr. Við greinina bætist nýr málsliður svohljóðandi: Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
9.     Við 11. gr.
. a.     Á eftir orðinu „sem“ í 3. málsl. bætist: að mati bankaeftirlitsins.
. b.     Á eftir 4. málsl. komi nýr málsliður svohljóðandi: Að öðru leyti skulu gilda um eftirlitið sömu reglur og gilda um eftirlit með innlánsstofnunum, sbr. IV. kafla laga nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, og reglugerðir settar samkvæmt þeim, eftir því sem við getur átt.
10.     Á eftir 11. gr. komi ný grein er orðist svo:
.      Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands skal hafa eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum eignarleigufyrirtækja í samræmi við þær reglur sem gilda um starfsemi þess.
11.     Við 13. gr.
. a.     Á eftir orðinu „stjórn“ í upphafi 2. mgr. bætist: eignarleigufyrirtækis.
. b.     Síðari hluti 3. mgr., frá orðinu „starfsleyfi“, orðist svo: um stundarsakir ef hafin er dómsrannsókn vegna meintra brota á lögum þessum í starfsemi eignarleigufyrirtækis.
12.     Við 14. gr. Greinin falli brott.
13.     Við 15. gr. Greinin færist og komi í upphaf V. kafla.