Ferill 48. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 48 . mál.


Sþ.

749. Nefndarálit



um till. til þál. um að efla kjararannsóknir.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna á mörgum fundum. Umsagnir bárust frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, Hagstofu Íslands, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Vinnumálasambandi samvinnufélaganna og Þjóðhagsstofnun. Allir þessir aðilar taka undir efni tillögunnar og mæla með samþykkt hennar. Í umsögn Þjóðhagsstofnunar og fleiri umsagnaraðila koma fram ábendingar um hvernig efla megi kjararannsóknir frá því sem nú er.
    Nefndin mælir með því að tillagan verði samþykkt með breytingu á orðalagi sem fram kemur á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 6. apríl 1989.



Hjörleifur Guttormsson,

Eiður Guðnason,

Guðni Ágústsson.


form., frsm.

fundaskr.



Birgir Ísl. Gunnarsson.

Hreggviður Jónsson.

Alexander Stefánsson.



Þórhildur Þorleifsdóttir.