Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 239 . mál.


Ed.

849. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á vaxtalögum, nr. 25 27. mars 1987.

Frá 1. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (EG, VS, JE).



    Við 7. gr. Greinin orðist svo:
    Í stað 1. mgr. 17. gr. laganna, er verði 20. gr. þeirra, komi tvær málsgreinar svohljóðandi:
    Hver, sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi hagnýtir sér á óréttmætan hátt fjárþröng viðsemjanda síns eða aðstöðumun þeirra að öðru leyti til þess að áskilja sér vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar umfram gildandi vaxtamörk sambærilegra útlánsvaxta hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum á þeim tíma er til skuldar er stofnað, sbr. 8. gr., skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári. Sé brot ítrekað eða sakir miklar varðar brotið varðhaldi eða fangelsi allt að tveimur árum.
    Hafi Seðlabanki Íslands hlutast til um vexti útlána hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum á grundvelli 9. gr. laga nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum, skulu gildandi vaxtamörk útlána þau sömu og Seðlabankinn ákveður.