Ferill 112. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 112 . mál.


Sþ.

856. Nefndarálit



um till. til þál. um iðgjöld vegna bifreiðatrygginga.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur rætt tillöguna á fundum sínum, en hún er endurflutt frá síðasta þingi. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum á fyrra þingi: Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Neytendasamtökunum og Sjóvátryggingarfélagi Íslands.
    Nefndin er sammála um að afgreiða tillöguna með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til þess að draga úr kostnaði við bifreiðatryggingar hér á landi, þannig að tryggingaiðgjöld bifreiða verði sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndum.

    Karl Steinar Guðnason var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. apríl 1989.



Guðni Ágústsson,

Jón Kristjánsson,

Guðrún Helgadóttir.


form., frsm.

fundaskr.



Guðrún Agnarsdóttir.

Eggert Haukdal.

Guðmundur Ágústsson.