Ferill 48. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


111. löggjafarþing 1988–1989.
Nr. 8/111.

Þskj. 858  —  48. mál.


Þingsályktun

um að efla kjararannsóknir.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að kjararannsóknir verði efldar og samræmdar. Í því skyni verði launamiðar og skattagögn þannig úr garði gerð að fram komi á launamiðum sem öruggastar upplýsingar um fjölda vinnustunda að baki dagvinnulaunum, yfirvinnulaunum og öðrum launagreiðslum. Jafnframt verði starfsheiti skilgreind og samræmd og þau tilgreind á launamiðum og skattframtali. Enn fremur verði settar reglur sem tryggi skil á launamiðum og réttum upplýsingum.

Samþykkt á Alþingi 13. apríl 1989.