Ferill 85. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


111. löggjafarþing 1988–1989.
Nr. 10/111.

Þskj. 870  —  85. mál.


Þingsályktun

um aðgerðir til að koma í veg fyrir innflutning á vörum á fölsuðum upprunaskírteinum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er hafi það hlutverk að leita leiða til þess að koma í veg fyrir innflutning á vörum á fölsuðum upprunaskírteinum. Nefndin skili tillögum eigi síðar en 15. október 1989.

Samþykkt á Alþingi 17. apríl 1989.