Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 239 . mál.


Ed.

890. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á vaxtalögum, nr. 25 27. mars 1987.

Frá 2. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Á fundi nefndarinnar komu fulltrúar Seðlabanka, viðskiptabanka og sparisjóða. Fram kom að erfitt kynni að vera að túlka ýmis ákvæði frumvarpsins. Bjarni Bragi Jónsson lýsti þeirri skoðun Seðlabanka að affallaviðskipti gætu haldið áfram þrátt fyrir lögfestingu frumvarpsins.
    Enda þótt ýmislegt sé við þessa lagasmíð að athuga vill 2. minni hl. ekki beita sér gegn frumvarpinu og lætur því afgreiðslu þess afskiptalausa.
    Danfríður Skarphéðinsdóttir sat fundi nefndarinnar og er samþykk nefndaráliti þessu.

Alþingi, 19. apríl 1989.



Ey. Kon. Jónsson,

Halldór Blöndal.

Júlíus Sólnes.


frsm.