Ferill 108. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


111. löggjafarþing 1988–1989.
Nr. 12/111.

Þskj. 913  —  108. mál.


Þingsályktun

um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta undirbúa á vegum Náttúruverndarráðs í samráði við yfirvöld orkumála áætlun um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða, fossa og hvera. Drög að slíkri áætlun verði lögð fyrir Alþingi til kynningar fyrir árslok 1990 og áætlunin fullbúin til staðfestingar síðar.

Samþykkt á Alþingi 24. apríl 1989.