Ferill 188. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 188 . mál.


Nd.

983. Breytingartillögur



við frv. til þjóðminjalaga.

Frá menntamálanefnd.



1.     Við 2. gr.
. a.     2. mgr. orðist svo:
..      Menntamálaráðherra skipar þjóðminjaráð til fimm ára í senn. Deildarstjórar Þjóðminjasafns Íslands og minjaverðir tilnefna einn fulltrúa úr sínum röðum til setu í ráðinu, Félag íslenskra safnmanna tilnefnir einn, Háskóli Íslands einn, Bandalag kennarafélaga einn og einn fulltrúi er skipaður án tilnefningar og skal hann vera fornleifafræðingur. Ráðherra skipar formann úr hópi ráðsmanna.
. b.     Síðasti málsliður 3. mgr. falli brott.
2.     Á eftir 2. gr. komi ný grein er orðist svo:
.      Fimm manna fornleifanefnd fer með yfirstjórn fornleifavörslu og fornleifarannsókna í landinu í umboði þjóðminjaráðs, sbr. 22. gr.
.      Menntamálaráðherra skipar fornleifanefnd til fimm ára í senn. Háskóli Íslands tilnefnir einn mann og skal hann hafa menntun í fornleifafræði. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn mann. Sá fulltrúi, sem ráðherra skipar í þjóðminjaráð skv. 2. gr., skal sitja í fornleifanefnd og vera formaður hennar. Auk þess skulu sitja í nefndinni þjóðminjavörður og deildarstjóri fornleifadeildar.
.      Hlutverk nefndarinnar er að móta stefnu og gera áætlanir um fornleifavörslu og fornleifarannsóknir fyrir landið í heild.
.      Nefndin fjallar um og veitir leyfi til staðbundinna og tímabundinna fornleifarannsókna og gefur út fornleifaskrá.
.      Nefndin hefur yfirumsjón með gerð og framkvæmd árlegrar fjárhagsáætlunar um fornleifavörslu og fornleifarannsóknir. Fjárveitingar samkvæmt henni skulu sérgreindar í fjárlögum. Nefndin gerir tillögur til ráðherra um ráðningu fornleifavarða og deildarstjóra fornleifadeildar til fimm ára í senn.
.      Nefndin er jafnframt stjórnarnefnd fornleifadeildar Þjóðminjasafns Íslands.
3.     Við 3. gr. Greinin orðist svo:
.      Landinu skal skipt í minjasvæði eftir nánari reglum sem ráðherra setur í reglugerð.
.      Á hverju minjasvæði skulu starfa einn minjavörður og einn fornleifavörður. Minjaverðir skulu að öðru jöfnu hafa sérfræðilega menntun á sviði menningarsögu, en fornleifaverðir á sviði fornleifafræði. Minjaverðir heyra undir þjóðminjaráð en fornleifaverðir undir fornleifanefnd.
.      Í Reykjavík fer borgarminjavörður með minjavörslu.
.      Minjaverðir skulu hafa umsjón með menningarminjum, skráningu og eftirliti forngripa og gamalla bygginga og vera byggðasöfnum til ráðuneytis og aðstoðar.
.      Fornleifaverðir hafa umsjón með fornleifarannsóknum og fornleifavörslu á svæðinu, sbr. 16. gr.
.      Minjaverðir og fornleifaverðir eru starfsmenn Þjóðminjasafns. Nánari verkaskipting milli minjavarða og fornleifavarða skal að öðru leyti ákveðin í reglugerð.
4.     Við 4. gr. 3. mgr. orðist svo:
.      Safninu skal skipt í deildir. Menntamálaráðherra skipar deildarstjóra og sérfræðinga að fengnum tillögum þjóðminjaráðs, sbr. þó 5. mgr. 3. gr., og skulu þeir að öðru jöfnu hafa sérfræðimenntun á sviði þeirrar deildar sem þeir starfa við. Deildir safnsins eru: forvörsludeild, húsverndardeild, myndadeild, sjóminjadeild, sýninga- og fræðsludeild, textíl- og búningadeild, tækniminjadeild og þjóðháttadeild. Auk þess fornleifadeild, er lýtur stjórn fornleifanefndar, sbr. 3. gr. Deildarstjóri fornleifadeildar og fornleifaverðir skulu vera fornleifafræðingar að mennt, en um menntun þeirra skal nánar tilgreina í reglugerð. Frekari deildaskipting safnsins fer eftir ákvörðun þjóðminjaráðs hverju sinni.
5.     Við 9. gr. Í stað orðsins „þjóðminjavörður“ komi: safnstjórn.
6.     Við 10. gr. Í stað orðanna „og safnstjóra“ komi: safnstjóra eða viðkomandi minjavarðar.
7.     Við 12. gr. Í stað orðsins „þjóðminjaverði“ í 3. mgr. komi: þjóðminjaráði.
8.     Við 15. gr. Greinin orðist svo:
.      Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem:
. a.     byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum;
. b.     vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri;
. c.     gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita;
. d.     gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra;
. e.     virki og skansar og önnur varnarmannvirki.
. f.     gamlir þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð;
. g.     áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum;
. h.     haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið;
. i.     skipsflök eða hlutar úr þeim.
.      Að jafnaði skal telja minjar 100 ára og eldri til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar, sbr. 17. gr.
9.     Við 16. gr.
. a. 1. mgr. orðist svo:
.      Fornleifadeild lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Skylt er að fornleifaskráning fari fram á skipulagsskyldum svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess. Fornleifadeild ákveður í samráði við fornleifanefnd hvaða fornleifar skulu friðaðar. Friðlýsingu fornleifa skal birta í Stjórnartíðindum og staðurinn tilgreindur svo nákvæmlega sem unnt er á korti eða á annan hátt. Auðkenna skal friðlýstar minjar eða minjasvæði með sérstökum merkjum. Friðaðar fornleifar teljast þjóðminjar, sbr. 7. gr. Tilkynna skal landeigenda og ábúanda með sannanlegum hætti um friðunina.
. b.      4. mgr. falli brott.
10.     Við 17. gr. Í stað orðsins „þjóðminjavarðar“ í lok 1. mgr. komi: fornleifanefndar.
11.     Við 18. gr.
. a.     Í stað orðanna „þjóðminjaverði eða minjaverði“ í fyrri málslið komi: fornleifadeild eða fornleifaverði.
. b.     Orðið „friðaðar“ í fyrri málslið falli brott.
. c.     Í stað orðsins „Þjóðminjavörður“ í síðari málslið komi: Fornleifadeild, eða fornleifavörður í samráði við hana.
12.     Við 19. gr. Í stað orðanna „þjóðminjaverði eða minjaverði“ í 1. málsl. komi: fornleifadeild eða fornleifaverði, og í stað „þjóðminjavarðar“ í 3. málsl. komi: fornleifanefndar.
13.     Við 20. gr.
. a.     Í stað orðsins „svæðisminjaverði“ í 1. málsl. komi: fornleifaverði.
. b.     Í stað „Þjóðminjavörður“ í 3. málsl. komi: Fornleifavörður í samráði við fornleifadeild.
. c.     Við greinina bætist tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
..      Við allar meiri háttar framkvæmdir, svo sem vegagerð, virkjanaframkvæmdir, flugvallargerð og veitulagnir, skal sá sem fyrir þeim stendur bera kostnað af nauðsynlegum rannsóknum.
.      Setja skal í reglugerð nánari ákvæði um efni þessarar greinar.
14.     Við 21. gr. Greinin orðist svo:
.      Fornleifanefnd fer með yfirstjórn rannsókna á fornleifum í landinu. Þegar nefndin veitir leyfi til stað- og tímabundinna rannsókna skal þess gætt að stjórnandi þeirra hafi tilskilda menntun í fornleifafræði. Skal leyfi vera skriflegt hverju sinni og sá, sem slíkt leyfi fær, hlíta þeim reglum sem fornleifanefnd og fornleifavörður svæðisins setja þar að lútandi, svo sem um skil á rannsóknarskýrslum og birtingu þeirra, og um skil á gripum sem finnast við rannsóknina. Rannsóknir útlendinga skulu vera undir yfirumsjón fornleifadeildar Þjóðminjasafns og fornleifavarðar viðkomandi svæðis. Beina skal til fornleifanefndar öllum rannsóknarbeiðnum útlendinga er varða fornleifar á einhvern hátt, þar á meðal þeim sem einnig er skylt að beina til vísindaráðs samkvæmt lögum nr. 48/1987.
15.     Við 22. gr. Í stað orðanna „Þjóðminjavörður hefur“ komi: Fornleifadeild og fornleifaverðir hafa.
16.     Við 25. gr.
. a.     Við 1. mgr. Í stað orðsins „minjaverði“ í 2. málsl. komi: fornleifaverði hvers svæðis.
. b.     3. mgr. orðist svo:
..      Allir munir, sem grein þessi fjallar um, eru eign ríkisins. Skulu þeir varðveittir í Þjóðminjasafni eða í hlutaðeigandi byggða- eða minjasafni. Ef upp kemur ágreiningur um hvar varðveita skuli forngripi sker fornleifanefnd úr.
17.     Við 27. gr. Í stað orðsins „þjóðminjavörður“ á þremur stöðum í greininni komi: þjóðminjaráð.
18.     Við 28. gr.
. a.     Á eftir orðunum „Þjóðminjavörður ákveður“ í upphafi 1. mgr. bætist: í samráði við þjóðminjaráð.
. b.     Á eftir orðinu „friðun“ í upphafi 1. mgr. bætist: og forvörslu.
. c.     Á eftir orðinu „skal“ í upphafi 3. mgr. bætist: nákvæma
19.     Við 30. gr. Á eftir orðinu „té“ í síðari málslið bætist: sóknarprestum.
20.     Við 53. gr.
. a.     Í greinina bætist ný málsgrein er verði 1. mgr. og orðist svo:
.      Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990.
. b.     Í stað orðsins „þremur“ í síðari málsgrein komi: fimm.
21.     Fyrirsögn I. kafla verði: Stjórn og skipulag þjóðminjavörslu.