Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 312 . mál.


Ed.

998. Breytingartillögur



við frv. til l. um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.

Frá iðnaðarnefnd.



1.     Við 1. gr. Greinin orðist svo:
.      Á innfluttar drykkjarvörur í einnota umbúðum úr málmi, gleri eða plastefni skal leggja skilagjald sem innheimt skal við tollafgreiðslu. Má gjaldið nema allt að 10 krónum á hverja umbúðaeiningu og er ráðherra heimilt að hækka hámarksfjárhæðina í samræmi við breytingar á verði drykkjarvaranna frá gildistöku laga þessara. Sama gjald skal lagt á drykkjarvörur sem framleiddar eru eða átappaðar hér á landi og seldar eru í sams konar umbúðum og að framan greinir. Skal greiða gjaldið samhliða vörugjaldi af innlendum drykkjarvörum. Til viðbótar skilagjaldi skal með sama hætti leggja á umsýsluþóknun sem í fyrstu nemur 1% af skilagjaldi, en ráðherra er heimilt að hækka hana í allt að 5% af skilagjaldi.
.      Að svo miklu leyti sem ekki er kveðið á um í lögum þessum skulu ákvæði laga nr. 97/1987, um vörugjöld, með síðari breytingum, eiga við um álagningu, innheimtu, viðurlög, kærur, eftirlit og aðra framkvæmd gjaldtöku samkvæmt þessari grein.
2.     Við 2. gr. Við síðasta málslið fyrri málsgreinar bætist: og leggja fram allt að 12 milljónum króna.
3.     3. mgr. 3. gr. hljóði svo:
.      Félagið skal kappkosta að ná sem bestum skilum á skilagjaldsskyldum umbúðum og hafa samstarf við sveitarfélög, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök um sérstakar hreinsunarherferðir þar sem áhersla verður lögð á söfnun skilagjaldsskyldra umbúða. Enn fremur verði leitað samstarfs við þá aðila sem aðstöðu hafa til úrvinnslu umbúðanna.



Prentað upp.