Ferill 188. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 188 . mál.


Ed.

1104. Nefndarálit



um frv. til þjóðminjalaga.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Víðtæk samstaða náðist í neðri deild um breytingar á frumvarpinu og er nefndin ásátt með þá niðurstöðu sem þar fékkst. Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt eins og það liggur fyrir á þskj. 1007 með einni smávægilegri breytingu sem er leiðrétting á villu sem slæddist inn í frumvarpið. Er tillaga um það flutt á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 8. maí 1989.



Eiður Guðnason,

Danfríður Skarphéðinsdóttir,

Halldór Blöndal.


form., frsm.

fundaskr.



Skúli Alexandersson.

Jón Helgason.

Valgerður Sverrisdóttir.



Guðmundur Ágústsson.