Ferill 188. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 188 . mál.


Ed.

1114. Frumvarp til þjóðminjalaga.






    Samhljóða þskj. 1007 með þessari breytingu:

    36. gr. hljóðar svo:
    Öll hús, sem reist eru fyrir 1850, skulu vera friðuð, svo og allar kirkjur reistar fyrir 1918.
    Skylt er eigendum húsa, sem reist eru fyrir árið 1900, að tilkynna minjavörðum og húsafriðunarnefnd ríkisins með góðum fyrirvara ef þeir hyggjast breyta húsi sínu, flytja það eða rífa.
    Húsafriðunarnefnd skal innan þriggja vikna tilkynna viðkomandi aðilum hvort hún telur ástæðu til friðunar.
    Byggingarfulltrúum ber að fylgjast með því að eigendur húsa, sem fjallað er um í þessari grein, sinni tilkynningarskyldu sinni.