Ferill 63. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


111. löggjafarþing 1988–1989.
Nr. 24/111.

Þskj. 1335  —  63. mál.


Þingsályktun

um könnun á jarðvarma, jarðsjó og ferskvatni á Vesturlandi.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hraða samræmdri könnun á jarðvarma, jarðsjó og fersku vatni á Vesturlandi í samvinnu við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila svo að sem fyrst liggi fyrir upplýsingar um forða af heitu og köldu vatni og jarðsjó er hagnýta megi, m.a. í þágu fiskeldis, til eflingar byggðar og búsetu á Vesturlandi.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 1989.